Birna Imsland – Græðari af hjartans lyst

Ég byrjaði að læra höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun árið 1994 og útskrifaðist ári síðar. Ég lauk fjögurra ára hómópatíunámi árið 2002 og útskrifaðist svo sem Bowentæknir árið 2003.

Auk þess að meðhöndla fólk hef ég komið að skólastarfi hérlendis í öllum þessum greinum. Ég hef þýtt námsefni, túlkað kennslu og kennt höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, hómópatíu og fleira.

Ég hef setið í stjórnum Bandalags íslenskra græðara, Cranio – félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, Organon – fagfélags hómópata og Bowentæknifélgs Íslands.

Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólk og þó ég sé löngu útskrifuð úr skólunum er ég enn að læra. Ég lít á sérhvern meðferðartíma sem tækifæri til að læra eitthvað nýtt um það hvernig líkami okkar, hugur og tilfinningar virka.